Um Skrínu

 

Skrína er vefrit á sviði auðlinda-, landbúnaðar- og umhverfisvísinda, sem gefið er út af Hólaskóla, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins, Matís, Matvælastofnun (Mast), Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun.

Í Skrínu eru birtar ritrýndar, fræðilegar greinar og ritstýrðar greinar almenns eðlis, auk nýgræðinga, ritfregna og ritdóma.

Greinar í Skrínu eru að jafnaði birtar á íslensku. Miðað er við að innsendar greinar í Skrínu hafi ekki birst annars staðar.

Tekið er við greinum til birtingar allt árið og eru þær birtar jafnóðum og þær eru tilbúnar. Auk þess er unnt að gefa út sérhefti tengd ráðstefnum og öðrum atburðum eftir atvikum. Greinar í sérheftum verða hluti af viðkomandi árgangi og einnig kynntar sem slíkar.

Fyrirhugað er að greinar tengdar vísindaþingi landbúnaðarins, LANDSÝN, verði árlega gefnar út sem sérhefti Skrínu ef nógu margar greinar berast. Einnig er mögulegt að gefa út sérhefti tengd öðrum ráðstefnum og um afmörkuð efni.  Aðilar sem hafa áhuga á útgáfu slíkra sérhefta er bent á að hafa samband við ritstjóra eða senda póst á skrina@lbhi.is.

Ritstjóri Skrínu er Járngerður Grétarsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands.

Aðrir í ritstjórn eru:

Ása L. Aradóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands 
Edda Sigurdís Oddsdóttir, Skógrækt ríkisins
Hjalti Andrason, Matvælastofnun (MAST)
Inga Freyja Arnardóttir, Matís
Jón Hallsteinn Hallsson, Landbúnaðarháskóla Íslands
Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins
Magnús Jóhannsson, Veiðimálastofnun
Sveinn Ragnarsson, Hólaskóla