Heimildatilvísanir og frágangur heimildaskrár

 

Heimildanotkun skal vera vönduð og vísað í heimildir þar sem þar á við. Vísa skal í höfunda og ártal og hafa tilvísun innan sviga. Gætið þess að samræmi sé á milli tilvísanna og heimildaskrár.

Hér eru dæmi um mismunandi tilvísanir:

Einn höfundur

(Pennisi 2010)
(Jónatan Hermannsson 2004)

Tveir höfundar

(Áslaug Helgadóttir og Þórdís Anna Kristjánsdóttir 1998)
(McDonald og Linde 2002)

Þrír eða fleiri höfundar

(Áslaug Helgadóttir o.fl. 2009)
(Nyfeler o.fl. 2009)
(Jónsdóttir o.fl. 2005)

Ef vitnað er í fleiri en eina grein skulu tilvitnanirnar vera í tímaröð og aðskildar með kommu (Rutter 2006, Chapman o.fl. 2007)
Ef vitnað er í fleiri en eina grein eftir sama höfund á sama ári skal aðgreina greinarnar með bókstöfum á eftir ártali bæði í tilvísun og heimildaskrá (McDonald og Linde 2002a,b)

 

Heimildaskrá skal raða eftir stafrófsröð. Skáletrið heiti tímarita, bóka og ritraða. Æskilegt er að setja inn vefslóð (eða doi) ef er til staðar.

Dæmi um helstu gerðir heimilda:

Tímarit á íslensku:

Áslaug Helgadóttir, Sigríður Dalmannsdóttir, Þórdís Kristjánsdóttir og Þórey Ólöf Gylfadóttir 2009. Meiri belgjurtir: meira og betra fóður – minni áburður? Fræðaþing landbúnaðarins 6: 197-204.

Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni D. Sigurðsson 2003. Áhrif alaskalúpínu á gróðurfar. Náttúrufræðingurinn 71: 98-111.

Þórey Ólöf Gylfadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Áslaug Helgadóttir 2014. Notum smárablöndur―það borgar sig. Skrína 1: 1. 

Tímarit á ensku:

Finn, J. A., L. Kirwan, J. Connolly, M. T. Sebastià, A. Helgadottir, O. H. Baadshaug, … og A. Lüscher 2013. Ecosystem function enhanced by combining four functional types of plant species in intensively managed grassland mixtures: a 3-year continental-scale field experiment. Journal of Applied Ecology 50: 365–375. doi:10.1111/1365-2664.12041

Jónsdóttir, I.S., B. Magnússon, J. Gudmundsson, A. Elmarsdóttir og H. Hjartarson 2005. Variable sensitivity of plant communities in Iceland to experimental warming. Global Change Biology 11: 553-563.

McDonald, B. A. og C.C. Linde 2002a. Pathogen population genetics, evolutionary potential, and durable resistance. Annual Review of Phytopathology 40: 349-379.

McDonald, B. A. og C.C. Linde 2002b. The population genetics of plant pathogens and breeding strategies for durable resistance. Euphytica 124: 163-180.

Bækur:

Hofsvang, H. T. og H.E. Heggen (ritstj.) 2005. Plantevern i korn. Landbruksforlaget, Oslo, Norway.

Whisenant, S.G. 1999. Repairing Damaged Wildlands. Cambridge University Press, Cambridge.

Bókakaflar:

Ólafur Eggertsson 2006. Fornskógar. Í: Skógarbók Grænni skóga, Guðmundur Halldórsson (ritstj.), bls. 23-28. Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri.

Greinar í ráðstefnuritum:

Magnusson, B., S.H. Magnusson og B.D. Sigurdsson 2004. Plant succession in areas colonized by the introduced Nootka lupin in Iceland. Í: Wild and Cultivated Lupins from the Tropics to the Poles. Proceedings of the 10th International Lupin Conference, Laugarvatn, Iceland, 19-24 June 2002, E. Van Santen og G.D. Hill (ritstj.), bls. 170-177. International Lupin Association, Canterbury, New Zealand.

Ritgerðir:

Sigríður Erla Elefsen 2013. Analysis of genetic diversity of Melampsora larici-populina in Iceland. MS ritgerð, Umhverfisdeild, Landbúnaðarháskóla Íslands. http://skemman.is/en/item/view/1946/14954

Skýrslur og fjölrit:

Danfríður Skarphéðinsdóttir, Ása L. Aradóttir, Bjarni Diðrik  Sigurðsson, Þröstur Eysteinsson, Skúli Björnsson, Jón Geir Pétursson, Borgþór Magnússon og Trausti Baldursson 2007. Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga. Skýrsla og tillögur nefndar. Umhverfisráðuneytið, Reykjavík.

Þórdís Anna Kristjánsdóttir (ritstj.) 2013. Jarðræktarrannsóknir 2012. Rit LbhÍ nr. 44. Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri.

 Heimasíður:

 Icelandic Agricultural Sciences 2018. Instructions to Authors.