Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur lengt
uppskerutímann og þannig dregið úr þörf fyrir innflutning grænmetis að vetri til. Flestir ræktendur
rækta tómatplöntur á eigin rót. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna áhrif ágræðslu og ljósstyrks
á uppskeru og hagkvæmni þessarra þátta með tilliti til framlegðar. Tómatar (Lycopersicon esculentum Mill. ‘Encore’) voru ræktaðir í vikri með 3,13 toppa/m2 undir
topplýsingu frá háþrýsti-natríumlömpum (HPS, 240 W/m2) að hámarki í 18 klst. á sólarhring og í klefa
með hærri ljósstyrk (300 W/m2) með 4,38 toppa/m2, hærra hitastig og hærri styrk CO2.
Framan af var enginn uppskerumunur á milli ágræddra tómata og tómata á eigin rót. En eftir eins
mánaðar uppskeru jókst uppskera söluhæfra tómata af ágræddum plöntum meira en af plöntum á
eigin rót þannig að í lok tilraunarinnar var uppsöfnuð söluhæf uppskera af ágræddum tómötum
marktækt hærri en tómata á eigin rót. Munurinn fólst í fjölda aldina en meðalþyngd þeirra var hin
sama. Frekari uppskeruaukningu væri hægt að ná með hærri ljósstyrk ásamt því að auka þéttleika
plantna, hitastig og styrk CO2. Frá efnahagslegu sjónarhorni virðist vera ráðlegt að nota ágræddar
plöntur en hærri ljósstyrkur er ekki hagkvæmur.

Áhrif ágræðslu og ljósstyrks á uppskeru gróðurhúsatómata að vetrarlagi. Skrína 1: 4. Ritstýrð grein